Handknattleiksmaðurinn Einar Örn Sindrason hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt FH sem gildir út næsta tímabil.
Einar Örn, sem er 23 ára leikstjórnandi, hefur leikið með FH allan ferilinn og varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili.
Fyrsta leik sinn í meistaraflokki lék hann árið 2017 og hefur alls spilað 258 leiki fyrir FH.
„Einar Örn er í dag einn reynslumesti leikmaður FH-liðsins þrátt fyrir að vera ennþá ungur að árum. Við búumst við miklu af Einari Erni á næsta tímabili og vonum að hann stígi enn frekar upp í leiðtogahlutverk hjá félaginu,“ sagði Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu.