Hildigunnur Einarsdóttir var kát eftir að hún og liðsfélagar hennar í Val komust í 1:0 í úrslitaeinvígi sínu við Hauka á Íslandsmóti kvenna í handbolta í kvöld.
Hún mætti í viðtal á Handboltapassanum eftir leik og ræddi um síðustu daga en Valur varð Evrópubikarmeistari síðastliðinn laugardag.
Einhverjir bjuggust við að leikurinn yrði erfiður fyrir Val en Valsliðið var yfir allan leikinn.
Viðtalið við Hildigunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótunum í handbolta í samstarfi við Handboltapassann.