Lovísa Thompson leikmaður Vals fékk beint rautt spjald í fyrsta leik liðsins við Hauka í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta á Hlíðarenda í kvöld.
Fékk Lovísa reisupassann fyrir að slá til Elínar Klöru Þorkelsdóttur aftan frá. Lovísa skoraði sex mörk í leiknum, þrátt fyrir að spila ekkert síðustu tólf mínúturnar.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótunum í handbolta í samstarfi við Handboltapassann.