Ómar Ingi skrifaði undir samning

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Magdeburg.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni en Ómar Ingi, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning við þýska stórveldið.

Hann gekk til liðs við félagið frá Aalborg í Danmörku árið 2020 og hefur tvívegis orðið Þýskalandsmeistari með liðinu, einu sinni Evrópumeistari og einu sinni bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert