Frá Noregi á Selfoss

Mia Kristin Syverud er nýr leikmaður Selfyssinga.
Mia Kristin Syverud er nýr leikmaður Selfyssinga.

Norska handboltakonan Mia Kristin Syverud er gengin til liðs við Selfyssinga og hefur samið við félagið til ársins 2027.

Mia kemur frá Aker í norsku B-deildinni. Hún er hægri skytta og hefur leikið með bæði Aker og Sola í norsku úrvalsdeildinni, sem og í Evrópudeildinni.

Selfyssingar enduðu í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og misstu naumlega af sæti í undanúrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka