Norska handboltakonan Mia Kristin Syverud er gengin til liðs við Selfyssinga og hefur samið við félagið til ársins 2027.
Mia kemur frá Aker í norsku B-deildinni. Hún er hægri skytta og hefur leikið með bæði Aker og Sola í norsku úrvalsdeildinni, sem og í Evrópudeildinni.
Selfyssingar enduðu í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og misstu naumlega af sæti í undanúrslitunum.