Viktor Gísli leikur til úrslita í Póllandi

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í Wisla Plock tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaeinvígi efstu deildar Póllands í handbolta með stórsigri gegn Zabrze í öðrum leik liðanna í undanúrslitunum.

Leiknum lauk með fimmtán marka sigri Wisla Plock, 35:20, en Viktor Gísli var ekki í leikmannahóp Wisla Plock sem vann einvígið afar sannfærandi, 2:0.

Wisla Plock mætir Kielce í úrslitum og er með heimavallaréttinn í einvíginu en úrslitaeinvígið hefst á þriðjudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert