Donni valinn bestur

Kristján Örn Kristjánsson fyrir æfingu með íslenska landsliðinu.
Kristján Örn Kristjánsson fyrir æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eyþór

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið valinn besti leikmaður Skanderborg á nýafstöðnu tímabili.

Kristján Örn, eða Donni eins og hann er ávallt kallaður, lék frábærlega fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu

Lék hann oft stórkostlega þar sem Donni átti það til að skora um og yfir tíu mörk í leik.

Stuðningsmenn Skanderborg völdu Donna bestan á tímabilinu og fékk hann að launum forláta blómvönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert