Handknattleiksþjálfarinn Christian Berge, fyrrverandi landsliðsþjálfari karlaliðs Noregs, hné niður er lærisveinar hans í Kolstad sigruðu Elverum, 31:28, í úrslitum í úrslitakeppni norska handboltans í gær.
Sló þögn á áhorfendur á meðan Berge fékk aðhlynningu og leikmenn Kolstad hópuðust í kringum hann og földu með handklæðum.
Að lokum var Berge færður í hjólastól, rúllað úr höllinni og beinustu leið á sjúkrahús. Hann er á góðum batavegi.
„Ég er þreyttur en ég er kominn á fætur og er í lagi miðað við hvernig þetta leit út. Ég verð skoðaður betur fljótlega,“ sagði Berge við Nettavisen.
Sveinn Jóhannsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir leika allir með Kolstad.