Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar hans hjá Kadetten eru einum sigri frá svissneska meistaratitlinum í handknattleik eftir útisigur á Bern, 29:27, í öðrum úrslitaleik liðanna í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn fór hægt af stað í leiknum og var með eitt mark í fyrstu sex skotunum sínum.
Sú nýting batnaði til muna því hann endaði með fimm mörk í ellefu skotum og var þriðji markahæstur í sínu liði.
Staðan er 2:0 og þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Kadetten í Schaffhausen á sunnudag en þar geta Óðinn og félagar hans tryggt sér meistaratitilinn.