Sara Sif Helgadóttir markvörður Hauka var skiljanlega ekki í góðu skapi er hún ræddi við Ingvar Ákason í Handboltakvöldi eftir tap, 29:22, gegn Val í öðrum úrslitaleik liðanna á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld.
Sara fór yfir það sem vantaði hjá Haukum í kvöld og viðurkenndi svo að hún væri til í að spila þriðja úrslitaleik einvígisins strax í kvöld, en Valur er með 2:0 forystu í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að verða Íslandsmeistari.
Viðtalið við Söru má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótunum í handbolta í samstarfi við Handboltapassann.