Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu hjá Val er liðið sigraði Hauka, 29:22, í öðrum úrslitaleik liðanna á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld.
Hafdís var með 50 prósenta markvörslu og átti sinn þátt í öruggum sigri.
Landsliðsmarkvörðurinn ræddi við Ingvar Ákason í Handboltakvöldi eftir leik og var afar ánægð með leikinn og sína frammistöðu.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.