Góður leikur Eyjamannsins

Hákon Daði Styrmisson er kominn á fullt aftur.
Hákon Daði Styrmisson er kominn á fullt aftur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eintracht Hagen sigraði í kvöld Ferndorf, 32:27, á útivelli í B-deild Þýskalands í handbolta.

Hákon Daði Styrmisson er kominn á fullt með Hagen eftir langvarandi meiðsli og hann skoraði fimm mörk í kvöld, fjögur þeirra úr vítum.

Hagen er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig eftir 32 leiki en liðið á tvo leiki eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert