„Þessi strákur er með svakalega gott hugarfar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Íslandsmeistara Fram, í Handboltakvöldi þegar rætt var um Reyni Þór Stefánsson.
Framarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær með naumum sigri, 28:27, gegn Val í þriðja úrslitaleik liðanna á Hlíðarenda en Framarar unnu einvígið afar sannfærandi, 3:0.
Reynir Þór fór á kostum í einvíginu og skoraði alls 24 mörk í leikjunum þremur en hann tilkynnti það eftir leikinn að hann væri á leið í atvinnumennsku.
„Hann er æfingasjúkur. Hann étur, skítur og sefur fyrir handbolta. Það er algjört rugl hversu metnaðarfullur hann er, bæði fyrir Fram og þeim markmiðum sem hann hefur sett sér,“ sagði Einar meðal annars.