Langt frá því að vera eðlilegt (myndskeið)

Hafdís Renötudóttir átti sannkallaðan stórleik í markinu hjá Val er liðið sigraði Hauka, 29:22, í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld.

Landsliðsmarkvörðurinn var með 50 prósenta markvörslu og fór illa með leikmenn Hauka og ljóst að sérfræðingar Handboltakvölds voru á því að frammistaðan hafi verið langt frá því að vera eðlileg.

Myndbönd af helstu tilþrifum Hafdísar í kvöld má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr handboltanum í samvinnu við Handboltapassann.

Hafdís Renötudóttir lék gríðarlega vel í kvöld.
Hafdís Renötudóttir lék gríðarlega vel í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert