Valur einum sigri frá titlinum

Lovísa Thompson úr Val sækir að marki Hauka í kvöld.
Lovísa Thompson úr Val sækir að marki Hauka í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur er 2:0 yfir í einvíginu um um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir 29:22-sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.

Leikurinn var mjög jafn til að byrja með. Valur var skrefi á undan en Haukar aldrei meira en marki á eftir eða liðin jöfn. Þannig spilaðist leikurinn þar til Alexandra Líf Arnarsdóttir kom Haukum yfir í fyrsta sinn í leiknum á 21. mínútu. Haukar héldu því en áfram munaði aldrei meira en marki á liðunum í jöfnum og spennandi fyrri hálfleik sem endaði 13:12 fyrir heimakonum.

 Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, og Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Vals voru markahæstar fyrir hvort liðið, báðar með fjögur mörk og þar af tvö úr vítum í fyrri hálfleik. Sara Sif Helgadóttir í Haukum varði sex skot og Hafdís Renötudóttir úr Val varði sjö.

Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði strax fyrir Val í seinni hálfleik og Lovísa Thompson kom þeim yfir í 13:14. Haukar skoruðu svo ekki mark á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks og Valur komst í 17:13 áður en liðið tók leikhlé. Eftir það tókst Haukum loksins að skora mark en áfram héldu yfirburðir Vals sem komst á tímapunkti fimm mörkum yfir. 

Valur vann leikinn 29:22 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn.

Haukar 22:29 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Leikurinn endar 29:22 fyrir Val eftir sorglegan seinni hálfliek hjá heimakonum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert