Handknattleiksmaðurinn Jón Karl Einarsson hefur samið við uppeldisfélag sitt Hauka um að leika með því næstu tímabil.
Jón Karl er 24 ára vinstri hornamaður sem lék með U-liði Hauka í 1. deild á síðasta tímabili og varð þar markahæsti leikmaður deildarinnar með 143 mörk í 15 leikjum.
Hann lék sína fyrstu leiki fyrir Hauka tímabilið 2019-20, var svo í stærra hlutverki tímabilið á eftir en meiddist alvarlega á hné tímabilið 2021-2022 sem héldu honum frá handknattleik um skeið.
Jón Karl lék með HK að láni frá Haukum tímabilið 2023-24 og er óðum að ná fyrri styrk eftir frábært tímabil með U-liði Hafnarfjarðarfélagsins.