Lærisveinar Arnórs Atlasonar í Holstebro höfnuðu í fjórða sæti í í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik karla eftir að hafa tapað 38:30 fyrir GOG í oddaleik í gærkvöldi.
Holstebro vann fyrsta leikinn en GOG vann næstu tvo, einvígið þar með 2:1 og vann sér inn bronsið.
Arnór varð á dögunum fyrsti íslenski þjálfarinn sem var kjörinn besti þjálfari dönsku úrvalsdeildarinnar enda náði hann glæsilegum árangri á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari.
Áður en Arnór tók við Holstebro hafði hann verið aðstoðarþjálfari stórliðs Aalborg og er nú aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.