Blekið þornar ekki á Akureyri

Jón Heiðar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KA og Daði Jónsson.
Jón Heiðar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KA og Daði Jónsson. Ljósmynd/KA

Handknattleiksmaðurinn Daði Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt KA og er þar með enn einn uppaldi KA-maðurinn sem framlengir í vikunni.

Daði er 27 ára öflugur varnarmaður sem getur einnig spilað í vinstra horni í sókninni.

Í tilkynningu á heimasíðu KA segir að Daði hafi verið í lykilhlutverki í uppbyggingu KA liðsins eftir að félagið hóf aftur að leika undir eigin merki árið 2017 og hefur haldið því síðan.

Hann hélt utan til náms í Danmörku árið 2021 en sneri aftur til KA árið 2023 og hefur nú leikið alls 130 leiki fyrir KA í deild, bikar og Evrópukeppni.

„Það er gríðarlega jákvætt að Daði haldi áfram að gefa af sér til félagsins bæði innan sem utan vallar. Við munum byggja KA liðið upp á ungum og öflugum KA strákum næstu árin og það er afar sterkt að hafa KA leiðtoga sem brennur fyrir félagið eins og Daði gerir svo sannarlega til að leiða strákana áfram,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert