Kveður Val og fer til Færeyja

Silja Arngrímsdóttir Müller í marki Hauka fyrir nokkrum árum.
Silja Arngrímsdóttir Müller í marki Hauka fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Færeyski handknattleiksmarkvörðurinn Silja Arngrímsdóttir Müller er farin frá Íslands- og Evrópubikarmeisturum Vals og er gengin til liðs við Neistin í Færeyjum á nýjan leik.

Handbolti.is greinir frá þessu en Silja kom til liðs við Val síðasta sumar og lék 21 af 25 leikjum Vals á Íslandsmótinu í vetur auk þess að taka þátt í Evrópuævintýri liðsins og sigri Valskvenna í Evrópubikarnum.

Silja, sem á íslenskan föður, hefur áður leikið á Íslandi en hún spilaði með Haukum fyrir fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert