Smitaði Aron af gin- og klaufaveiki

Aron Pálmarsson hefur lagt skóna á hilluna.
Aron Pálmarsson hefur lagt skóna á hilluna. mbl.is/Eyþór

Aron Pálmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, segir að 18 mánaða gamall sonur sinn hafi smitað sig af gin- og klaufaveiki.

Þetta kemur fram í viðtali við Aron á ruv.is en ítarlegri útgáfa af viðtalinu er boðuð í íþróttafréttum RÚV klukkan 19.25 í kvöld.

Aron missti fyrir vikið af úrslitaleik Veszprém og Pick Szeged um ungverska meistaratitilinn um síðustu helgi en það átti að vera síðasti leikur hans á ferlinum.

„Átján mánaða gamall sonur minn smitaði mig sem sagt af handa-, fóta- og munnsjúkdómi. Ég fékk þessi rosalegu útbrot og blöðrur á bæði fætur og hendur. Ég gat því eiginlega ekki gengið í 3-4 daga," segir Aron m.a. í viðtalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert