Gísli Þorgeir: Veit ekki hvað ég á að segja

Gísli Þorgeir Kristjánsson verðlaunaður í gær.
Gísli Þorgeir Kristjánsson verðlaunaður í gær. Ljósmynd/Magdeburg

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir sigur Magdeburg á Þýskalandsmeisturum Füsche Berlín í gær. 

Þetta er í annað sinn sem Gísli hlýtur verðlaunin en hann var fenginn í viðtal við EHF eftir leik. 

„Ég veit ekki hvað ég á að segja eða hvernig ég á að lýsa þessari tilfinningu. Mér finnst ég vera að fá „deja vu.“

Þvílík liðsframmistaða hjá okkur frá fyrstu mínútu. Við gáfum tóninn og hættum aldrei. Við gerðum það sem við gerum best og vorum með einbeitingu allan tímann. Við vorum með eitt markmið í dag og okkur tókst það,“ sagði Gísli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert