Fór hamförum í sigri Færeyja

Óli Mittún skoraði 15 mörk fyrir Færeyjar.
Óli Mittún skoraði 15 mörk fyrir Færeyjar. Ljósmynd/EHF

U21-árs lið Færeyja vann afar sterkan sigur á Norður-Makedóníu, 33:28, í fyrsta leik liðanna í F-riðli HM 2025 í handknattleik, riðli Íslands, í Katowice í Póllandi í dag.

Í morgun tapaði Ísland fyrir Rúmeníu, 29:25, og eru Færeyjar því á toppnum og Rúmenía í öðru sæti eftir fyrstu umferðina.

Færeyjar voru einu marki yfir í hálfleik, 16:15, og hertu svo tökin þegar leið á síðari hálfleikinn.

Óli Mittún fór hamförum í liði Færeyja er hann skoraði 15 af 33 mörkum liðsins ásamt því að gefa níu stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert