Handknattleikskonan Harpa María Friðgeirsdóttir verður áfram í Úlfarsárdalnum en hún hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram.
Harpa, sem er 25 ára, er uppalin hjá Fram og byrjaði að spila með meistaraflokki liðsins árið 2017 þegar hún var 17 ára.
Á síðustu leiktíð spilaði Harpa með TMS Ringsted í Danmörku samhliða námi en hún spilaði síðan tólf leiki með Fram á síðari hluta tímabilsins.