Ísland gjörsigraði Mexíkó

Sigurður Snær Sigurjónsson skoraði átta mörk fyrir Ísland í dag.
Sigurður Snær Sigurjónsson skoraði átta mörk fyrir Ísland í dag.

Íslenska U21-árs landsliðið í handknattleik karla vann mjög öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Mexíkó, 41:24, í Forsetabikar HM 2025 í Katowice í Póllandi í dag.

Leikið er um sæti 17 til 32 og vinni Ísland lið Marokkó næstkomandi miðvikudag fer liðið í undanúrslit Forsetabikarsins um að komast í leikinn um 17. - 18. sæti.

Í leiknum í dag var staðan í hálfleik 16:8 og eftirleikurinn því auðveldur fyrir íslenska liðið í síðari hálfleik. Niðurstaðan að lokum var 17 marka sigur.

Sigurður Snær Sigurjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk og Hans Jörgen Ólafsson var skammt undan með sjö.

Eiður Rafn Valsson bætti svo við sex mörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert