Þrír Íslendingar í liði mótsins

Bessi Teitsson, Jens Sigurðarson og Dagur Árni Heimisson.
Bessi Teitsson, Jens Sigurðarson og Dagur Árni Heimisson. Ljósmynd/HSÍ

Dagur Árni Heimisson, fyrirliði íslenska U19 ára landsliðs karla, var valinn besti leikmaður mótsins á Opna Evrópumótinu í handbolta í gær.

Ísland tapaði úrslitaleiknum með einu marki gegn Spánverjum, 31:30, og eftir leikinn var úrvalslið mótsins tilkynnt en þar átti Ísland þrjá fulltrúa.

Bessi Teitsson, leikmaður Gróttu, var valinn besti vinstri hornamaður mótsins og Jens Sigurðarson úr Val var valinn besti markmaður mótsins.

Næsta verkefni liðsins er HM í Egyptalandi í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert