Framlengir í Garðabænum

Rakel Dórothea í leik með Stjörnunni.
Rakel Dórothea í leik með Stjörnunni. Ljósmynd/Stjarnan

Handknattleikskonan Rakel Dórothea Ágústsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna í úrvaldsdeild kvenna í handbolta.

Rakel, sem er 19 ára, gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tveimur árum og hefur komið inn með krafti. Hún var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabili en er klár í slaginn á komandi leiktíð.

„Ánægjulegt að Rakel hafi framlengt samning. Hún var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabili en með dugnaði og mikilli vinnusemi er hún að ná fyrri styrk.

Öflug skytta sem á framtíðina fyrir sér í handboltanum,“ segir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert