„Ég hef aldrei séð svona tölfræði“

Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi ÍBV, var besti leikmaður 1. umferðar úrvalsdeildar kvenna í handbolta að mati Handboltahallarinnar.

Sandra átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍBV þegar liðið vann fimm marka sigur, 35:30, gegn Fram í Vestmannaeyjum.

Sandra gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk úr 14 skotum og var langmarkahæsti leikmaður vallarins.

„Ég hef aldrei séð svona tölfræði,“ sagði Ásbjörn Friðriksson meðal annars í Handboltahöllinni.

Sandra Erlingsdóttir.
Sandra Erlingsdóttir. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert