Nikola Radovanovic, markvörður Þórs, var besti leikmaður 1. umferðar úrvalsdeildar karla í handbolta að mati Handboltahallarinnar.
Serbinn, sem er 27 ára gamall, átti sannkallaðan stórleik í marki Þórs þegar liðið hafði betur gegn ÍR í Höllinni á Akureyri.
Leiknum lauk með sex marka sigri Þórs, 29:23, en Radovanovic varði alls 20 skot í leiknum og var með 49 prósent markvörslu.
„Maður sér eiginlega aldrei svona tölur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir meðal annars.
