Axel ráðinn landsliðsþjálfari

Axel Stefánsson þjálfaði íslenska kvennalandsliðið á árunum 2015 til 2018.
Axel Stefánsson þjálfaði íslenska kvennalandsliðið á árunum 2015 til 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari norska 20 ára landsliðs kvenna.

Handbolti.is greinir frá þessu en Ane Mällberg mun þjálfa norska liðið við hlið Axels. Þau eru ráðin til tveggja ára en liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í þessum aldursflokki næsta sumar.

Axel var undanfarin ár í þjálfarateymi Storhamar, sterkasta kvennaliðs Noregs, sem vann norska meistaratitilinn, bikarinn og varð Evrópudeildarmeistari. Síðasta árið hefur hann hins vegar einbeitt sér að kennslu við háskólann í Elverum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert