Íslendingaliðið vann stórslaginn í Meistaradeildinni

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson spiluðu vel.
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson spiluðu vel. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Ríkjandi Evrópumeistararnir í Magdeburg unnu sannfærandi sigur á París SG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 37:31, á heimavelli.

Staðan í hálfleik var 21:17 og hélt Magdeburg forskotinu nokkuð örugglega allan seinni hálfleikinn og bætti í forystuna í lokin.

Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú og lagði upp sex til viðbótar og Elvar Örn Jónsson gerði eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert