Ríkjandi Evrópumeistararnir í Magdeburg unnu sannfærandi sigur á París SG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 37:31, á heimavelli.
Staðan í hálfleik var 21:17 og hélt Magdeburg forskotinu nokkuð örugglega allan seinni hálfleikinn og bætti í forystuna í lokin.
Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk fyrir Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú og lagði upp sex til viðbótar og Elvar Örn Jónsson gerði eitt mark.
