Markahæstur og byrjunin fullkomin

Óðinn Þór Ríkharðsson var markhæstur.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markhæstur. mbl.is/Eyþór

Kadetten sigraði Suhr Aarau, 30:26, á heimavelli sínum í efstu deild svissneska handboltans í kvöld.

Óðinn Þór Ríkarðsson átti flottan leik fyrir Kadetten og skoraði sjö mörk. Var hann markahæstur í sínu liði.

Kadetten, sem er ríkjandi meistari, hefur farið vel af stað í deildinni á tímabilinu og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert