Handknattleikssamband Íslands kynnti til leiks nýtt merki sambandsins á dögunum.
Sitt sýnist hverjum um nýja merkið en sambandið sendi yfirlýsingu í dag þess efnis að nýja merkið fari ekki á treyjur landsliðanna, í það minnsta ekki strax.
„Formlegt merki HSÍ verður partur af þeirri vegferð og verður m.a. á búningum landsliða okkar á komandi stórmótum í nóvember og janúar,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.
Gamla merkið verður því áfram á treyjum landsliðanna á næstu stórmótum þeirra en kvennalandsliðið spilar á HM í lok árs og karlalandsliðið á EM í byrjun næsta árs.
