Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður HK, var kjörin besti leikmaður 2. umferðar úrvalsdeildar karla í handknattleik í Handboltahöllinni á Handboltapassanum.
Jóhanna Margrét skoraði 12 mörk úr 16 skotum í gífurlega sterkum 24:21-sigri á Val á Hlíðarenda.
Jónatan Magnússon, þjálfari KA/Þórs, var útnefndur besti þjálfari umferðarinnar og Lovísa Thompson hjá Val var besti varnarmaðurinn.
Lið 2. umferðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr íslenska handboltanum í samstarfi við Handboltapassann.