Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum var rætt um magnaða frammistöðu Söru Sifjar Helgadóttur í marki Hauka þegar liðið vann Val 24:21 í 2. umferð úrvalsdeildarinnar á laugardag.
„Sara var ótrúleg í leiknum,“ sagði Vignir Stefánsson, sérfræðingur Handboltahallarinnar, um frammistöðu hennar.
Sara Sif gerði sér lítið fyrir og varði 18 skot en hún lokaði einfaldlega markinu á upphafsmínútum leiksins þegar Haukar gáfu tóninn og komust í 5:0.
Umræður þáttastjórnandans Harðar Magnússonar, Vignis og Einars Inga Hrafnssonar um Söru Sif má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.