Aron: Djammaði mikið og var aldrei meiddur

„Maður djammaði mikið á sumrin þegar maður var yngri,“ sagði handboltamaðurinn og landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi Aron Pálmarsson í Dagmálum.

Aron, sem er 34 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril þar sem hann varð þrettán sinnum landsmeistari í Þýskalandi, Ungverjalandi, á Spáni og á Íslandi en hann lék alls 184 A-landsleiki og skoraði í þeim 694 mörk.

Tók á að vera mikið meiddur

Aron hefur glímt við sinn skerf af meiðslum, sérstaklega á seinni hluta ferilsins.

„Þá var ég aldrei meiddur,“ sagði Aron.

„Svo varð ég eldri, varð faðir og rólegri og þá allt í einu fór maður að fá í kálfana og svona. Auðvitað verður vinnan meiri eftir því sem líður á og það er hræðilegt að geta ekki tekið þátt út af meiðslum. Þú getur minnkað líkurnar á meiðslum með því að æfa, borða og sofa rétt. Það fer því mikið í taugarnar á manni að meiðast, þegar maður er að gera allt rétt,“ sagði Aron.

Var spilað rangt á stórmótum

Meiðslin hafa oft og tíðum hafa haft áhrif á þáttöku hans með íslenska landsliðinu á stórmótum.

„Ég get alveg litið til baka og séð margar ástæður þess að maður hefur verið að meiðast, sérstaklega á stórmótum. Ég er á því að mér var spilað rangt. Maður spilaði mikið í fyrstu leikjunum og fékk varla hvíld. Ég átti að byrja allar aðgerðir og ljúka þeim líka. Svo leið á mótið og eitthvað gaf sig.

Svo horfum við á síðustu stórmót. Ég hef ekki þurft að byrja allar árásir eða enda þær og ég kom vel út úr þeim. Mér fannst ég spila ágætlega, þannig að það hefði kannski mátt byrja á því aðeins fyrr,“ sagði Aron meðal annars.

Viðtalið við Aron í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka