Erlangen mátti þola tap gegn ríkjandi meisturunum í Füchse Berlin í 7. umferð efstu deildar þýska handboltans í kvöld.
Viggó Kristjánsson átti afar góðan leik fyrir Erlangen þrátt fyrir úrslitin og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Þá lagði hann upp þrjú mörk til viðbótar.
Andri Már Rúnarsson lét minna fyrir sér fara en oft áður og skoraði ekki. Hann lagði þó upp eitt mark.
Berlínarliðið er í fimmta sæti með tíu stig. Erlangen er í níunda sæti með sex.
