Viktor Gísli með stórleik

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í marki Barcelona.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina vel í marki Barcelona. mbl.is/Eyþór

Barcelona vann sannfærandi heimasigur á Cangas, 42:31, á heimavelli í efstu deild spænska handboltans í dag.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð afar vel fyrir sínu og varði 16 skot í marki Barcelona og var með 34 prósent markvörslu.

Barcelona er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Viktor kom til félagsins frá Wisla Plock í Póllandi fyrir tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert