Valur sigraði og mætir þýska Íslendingaliðinu

Guðrún Hekla Traustadóttir sækir að marki Unirek í dag.
Guðrún Hekla Traustadóttir sækir að marki Unirek í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Valur sigraði hollenska liðið Unirek, 30:26, á Hlíðarenda í dag í seinni leik liðanna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar kvenna í handbolta.

Fyrri leikur liðanna endaði 31:30 fyrir Valskonur sem þar með unnu einvígið með fimm mörkum samanlagt. Þær mæta nú þýska stórliðinu Blomberg-Lippe í einvígi um sæti í Evrópudeildinni en með Blomberg-Lippe leika landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir, Andrea Jacobsen og Elín Magnúsdóttir.

Valur byrjaði leikinn mjög vel og var sex mörkum yfir, 9:3, þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og Valur var með gott forskot út fyrri hálfleikinn.

 Undir lok seinni hálfleiks hrökk þó markmaður Hollendinganna í gang og sóknin þeirra fór sömuleiðis að skora en Valur var yfir, 17:11 í hálfleik.

Valur byrjaði hræðilega illa í seinni hálfleik og gestirnir tóku 5:0 kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk, 18:16 og þá tók Valur leikhlé.

Það hægðist á leiknum í seinni hálfleik og Valskonur náðu hægt og rólega að komast aftur inn í leikinn.

Það munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 22:20 fyrir Val og leikurinn var spennandi um tíma en gestirnir náðu aldrei að jafna og Valur tók yfir leikinn á lokamínútunum og vann sannfærandi sigur 30:26.

Valur 30:26 Unirek opna loka
60. mín. Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir (Valur) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert