Aftureldingu hefur verið dæmdur 10:0 ósigur í leik sínum gegn Val 2 í þriðju umferð 1. deildar kvenna í handknattleik eftir að hafa unnið leikinn upphaflega, 33:26.
Handkastið vekur athygli á því að mótanefnd HSÍ hafi dæmt Aftureldingu ósigur vegna þess að liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni, Katrínu Hallgrímsdóttur.
Hún tók þátt í leiknum en var þrátt fyrir það ekki skráð á leikskýrslu.
Um eina sigur Aftureldingar á tímabilinu hafði verið að ræða en liðið er nú á botni deildarinnar með eitt stig eftir fjóra leiki.
Valur 2 fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar, þar sem liðið er með sex stig.
