Góður endasprettur Aftureldingar

Ihor Kopyshynskyi var markahæstur hjá Aftureldingu í kvöld.
Ihor Kopyshynskyi var markahæstur hjá Aftureldingu í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Afturelding tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik með því að sigra ÍBV í Mosfellsbæ, 27:22.

ÍBV var yfir lengi vel og komst í 12:7 í fyrri hálfleik en staðan var 12:8 í hálfleik.

Aftur munaði fimm mörkum Eyjamönnum í hag þegar þeir komust í 17:12 en þá tók að draga saman með liðunum og Afturelding jafnaði 18:18 þegar tíu mínútur voru eftir.

ÍBV skoraði síðan sex mörk í röð, breytti stöðunni úr 21:21 í 27:21 og sigurinn var í höfn.

Ihor Kopyshynskyi skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu, Stefán Magni Hjartarson 5 og Oscar Sven Lykke 4. Sigurjón Bragi Atlason varði 18 skot í marki liðsins.

Andri Erlingsson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu, Jakob Ingi Stefánsson 5 og Daníel Þór Ingason 4. Petar Jokanovic varði 12 skot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert