Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta með sigri á Val, 39:38, í maraþonleik á Ásvöllum. Réðust úrslitin í bráðabana í vítakeppni.
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 17:16. Áfram gekk illa að skilja liðin að og var staðan eftir venjulegan leiktíma 30:30.
Ekki gekk betur að skilja liðin að í framlengingu og var staðan eftir tvær slíkar 35:35 og því var farið í vítakeppni.
Í henni hélt jafnræðið áfram og skoruðu bæði lið úr þremur af fyrstu fimm vítaköstum sínum og var því farið í bráðabana.
Í honum varði Aron Rafn Eðvarðsson í marki Hauka frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum sæti í átta liða úrslitum eftir maraþonleik.
Mörk Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 10, Birkir Snær Steinsson 9, Hergeir Grímsson 5, Andri Fannar Elísson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Jón Ómar Gíslason 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Freyr Aronsson 1, Össur Haraldsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 27.
Mörk Vals: Dagur Árni Heimisson 9, Allan Norðberg 6, Andri Finnsson 6, Magnús Óli Magnússon 4, Viktor Sigurðsson 3, Daníel Montoro 3, Gunnar Róbertsson 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Daníel Örn Guðmundsson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19.