Óvænt úrslit í Grafarvogi

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson spilaði vel fyrir Fjölni.
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson spilaði vel fyrir Fjölni. mbl.is/Arnþór

Fjölnir úr 1. deild sló Stjörnuna úr úrvalsdeildinni úr leik í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í kvöld. Urðu lokatölur 38:35.

Fjölnismenn voru yfir framan af og var staðan í hálfleik 20:15. Stjörnumenn minnkuðu muninn og munaði tveimur mörkum þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 22:20.

Heimamenn voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og innsigluðu óvæntan sigur.

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson gerði sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot.

Starri Friðriksson skoraði ellefu fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert