Stórkostleg tilþrif Ýmis vekja athygli

Ýmir Örn Gíslason sýndi glæsileg tilþrif.
Ýmir Örn Gíslason sýndi glæsileg tilþrif. mbl.is/Eyþór

Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, bauð upp á stórkostleg tilþrif fyrir Göppingen er liðið sigraði Hannover-Burgdorf í efstu deild þýska handboltans á laugardag.

Ýmir skoraði tvö mörk í leiknum og annað þeirra var eftir mögnuð tilþrif, þar sem hann kastaði sér þrisvar á boltann í sömu vörninni og skoraði svo yfir völlinn.

Sjón er sögu ríkari og ótrúlegt baráttumark Ýmis má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert