Haukar fá erfitt verkefni

Sara Sif Helgadóttir og liðsfélagar hennar í Haukum mæta spænsku …
Sara Sif Helgadóttir og liðsfélagar hennar í Haukum mæta spænsku liði. mbl.is/Ólafur Árdal

Haukar mæta liði Costa del Sol Málaga í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handknattleik en dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín í Austurríki í morgun.

Haukar sátu hjá í fyrstu umferð og koma inn í keppnina í annarri umferð, 32-liða úrslitum.

Spænska liðið Costa del Sol Málaga mætti Val í sömu keppni á síðasta tímabili. Valur sló liðið út í 16-liða úrslitum og vann svo keppnina.

Drátturinn í heild sinni:

Costa del Sol Málaga - Haukar
Slovan Duslo Sala – Zork Bor
Erice – Kaerjeng
Quintus – Iuventa Michalovce
Westfriesland – Mlinotest Ajdovscina
Jomi Salerno – Energa Start Elblag
Atticgo Elche – Gjorche Petrov
Bursa Büyüksehir - AEK Aþena
Madx Wat Atzgersdorf – PAOK
ZRK Split – Metalurg Avtokomanda
Union Korneuburg – Hazena Kynzvart
Gminy Kobierzyce – Sao Pedro do Sul
Madeira – Istogu
Cascada Garliava – Cabooter Fortes Venlo
Byala - Balonmán Atlético Guardes
Replasa Beti-Onak – Yellow Winterthur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert