Myndskeið: Hamar hjá Hammer

Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum var rætt um glæsimark Natösju Hammer fyrir Stjörnuna í tapi fyrir Val í 4. umferð úrvalsdeildarinnar í síðustu viku.

Færeyingurinn átti þá skemmtilega gabbhreyfingu áður en hún smellti boltanum í samskeytin, óverjandi fyrir Hafdísi Renötudóttur í marki Vals.

Markið glæsilega ásamt umræðu Harðar Magnússonar, Einars Inga Hrafnssonar og Ásbjarnar Friðrikssonar um það má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka