Myndskeið: Valur sýndi klærnar

Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni í fjórðu umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í síðustu viku. Á sama tíma urðu Haukar fyrsta liðið til þess að vinna nýliða KA/Þórs.

Bæði Stjarnan og Selfoss hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu til þessa.

Valur nálgast toppinn og Sandra Erlingsdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir ÍBV eins og komið er inn á í Handboltahöllinni á Handboltapassanum.

Samantekt vegna fjórðu umferðarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka