ÍR hafði betur gegn KA/Þór, 30:29, í miklum spennuleik í 5. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á heimavelli sínum í kvöld.
ÍR fór upp að hlið Vals, ÍBV og KA/Þórs á toppnum með sex stig með sigrinum.
Vaka Líf Kristinsdóttir kom ÍR í 30:28 þegar fimm mínútur voru eftir og var aðeins skorað eitt mark það sem eftir lifði leiks og knúði ÍR fram sigur að lokum.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 11, Vaka Líf Kristinsdóttir 8, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 5, Oddný Björg Stefánsdóttir 4.
Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 7, Susanne Denise Pettersen 5, Trude Blestrud Hakonsen 5, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 15.
