Lovísa fagnaði landsliðssætinu með góðum leik

Lovísa Thompson var markahæst hjá Val.
Lovísa Thompson var markahæst hjá Val. mbl.is/Eyþór

Valur hafði betur gegn Fram, 28:24, í 5. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á heimavelli sínum í kvöld. Valur er í toppsætinu með átta stig, eins og ÍBV. Fram er í fimmta með fimm stig.

Fram var örlítið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 16:15. Valsliðið var hins vegar sterkara í seinni hálfleik.

Lovísa Thompson, sem í vikunni var valin í landsliðið í fyrsta skipti í þrjú ár, var markahæst hjá Val með sjö mörk. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Hulda Dagsdóttir skoruðu fimm hvor fyrir Fram.

Mörk Vals: Lovísa Thompson 7, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 6, Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10.

Mörk Fram: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 5, Hulda Dagsdóttir 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Valgerður Arnalds 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Sara Rún Gísladóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1.

Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 6, Ethel Gyða Bjarnasen 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert