Freyr Aronsson, 17 ára leikmaður Hauka, var valinn besti leikmaður 5. umferðar úrvalsdeildarinnar í handbolta í Handboltahöllinni á Handboltapassanum.
Freyr átti stórbrotinn leik þegar hann skoraði átta mörk og gaf 11 stoðsendingar í 37:27-sigri Hauka á Val í síðustu viku.
Í Handboltahöllinni fóru Hörður Magnússon, Einar Ingi Hrafnsson og Ásbjörn Friðriksson yfir lið 5. umferðar og má sjá liðið og umræðuna í spilaranum hér að ofan.