Óðinn og félagar að stinga af

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eru að stinga af.
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eru að stinga af. mbl.is/Eyþór

Svisslandsmeistarar Kadetten sigruðu Amicitia Zürich á heimavelli, 35:26, í efstu deild Sviss í handbolta í kvöld.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Kadetten en hann gerði nýverið nýjan langtíma samning við félagið.

Kadetten er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í deildinni og sex stigum á undan Winterthur í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert